Hugmyndasöfnun um betri nýtingu tíma og fjármuna Reykjavíkurborgar
Alls bárust 265 tillögur í hugmyndasöfnun um betri nýtingu fjármuna Reykjavíkurborgar. Skipaður verður vinnuhópur sem mun fara yfir innsend álit og dregur saman helstu niðurstöður sem kynntar verða í fagráðum, borgarráði og borgarstjórn.
Sjá meira
Vinnuskólinn
Skráning í Vinnuskólann er í gangi. Foreldrar skrá sína unglinga í gegnum rafrænt skráningarform. Öllum nemendum 8. 9. og 10. bekkja býðst að koma til starfa við fjölbreytt verkefni sem flest snúa að garðyrkju og umhirðu í borginni.
Sjá meira
Vorhreinsun er hafin
Vorhreinsun er hafin en helstu göngu- og hjólaleiðar eru í forgangi. Hluti af vorhreinsun er götuþvottur íbúagatna. Daginn áður en íbúagötur eru þvegnar sendir Reykjavíkurborg SMS til að láta íbúa vita svo þeim gefist tækifæri til að færa bíla sína.
Sjá meira
Sendu okkur ábendingu
Á ábendingavef borgarinnar er hægt að senda inn ábendingu um hvað sem er. Allar ábendingar eru lesnar og flokkaðar af þjónustuveri og þeim komið til skila til þeirra sem hafa með málið að gera og þeir senda svar til baka.
Sjá meira
Byggjum borg fyrir fólk
Borgarstjóri stóð fyrir kynningarfundi um húsnæðismál í Ráðhúsi Reykjavíkur föstudaginn 28. mars. Upptökur og kynningar frá fundinum eru nú aðgengilegar á vefnum.
Sjá meira